Heimilismaður gjaldþrota

Hjúkrunarheimilið Mörk.
Hjúkrunarheimilið Mörk. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði heimilismann á hjúkrunarheimilinu Mörk gjaldþrota í síðustu viku að kröfu heimilisins. Maðurinn hafði ekki borgað sinn hluta í dvalarkostnaði en hann nemur 311 þúsund krónum á mánuði.

Að sögn Gísla Páls Pálssonar, forstjóra Markar og formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, nemur skuld mannsins nú um fjórum milljónum króna. Hann segir það hafa verið algera neyðarráðstöfun að fara fram á gjaldþrot mannsins.

„Við gátum í raun ekki innheimt þetta með öðrum hætti en að fela það innheimtufyrirtæki. Þar sem maðurinn brást ekki við greiðsluáskorunum eða neinu slíku var farið fram á gjaldþrot,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert