Hjólað umhverfis landið

Í gær hjóluðu liðin þrettán sem taka þátt í hjólreiðakeppninni WOW cyclothon af stað umhverfis landið. Keppnin mun vera fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin er hér á landi og ekki er hægt að segja annað en að ferðin sækist vel þar sem fyrstu liðin eru nú farin að nálgast Egilsstaði.

Liðin safna áheitum á leiðinni sem renna til verkefnis Barnaheilla - Save the Children á Íslandi „Hreyfing og líkemlegt heilbrigði barna“. Alls er leiðin 1.332 km að lengd og gert er ráð fyrir að liðin fari að koma í mark annað kvöld. Hægt er að fylgjast með liðunum á vef keppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert