Sakborningur í morðrannsókn fær bætur

Lögregla að störfum við húsið þar sem Hannes Þór Helgason …
Lögregla að störfum við húsið þar sem Hannes Þór Helgason fannst látinn í ágúst 2010.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt ís­lenska ríkið til að greiða karl­manni 200 þúsund krón­ur vegna gæslu­v­arðhalds sem hann sætti í rann­sókn lög­reglu á morðmáli í Hafnar­f­irði árið 2010. Maður­inn hafði stöðu sak­born­ings þar til ann­ar maður játaði á sig morðið.

Um er að ræða morðið á Hann­esi Þór Helga­syni sem fannst lát­inn á heim­ili sínu í Hafnar­f­irði 15. ág­úst 2010. Við rann­sókn máls­ins kom í ljós að maður­inn tengd­ist mál­inu þannig að hann hefði verið unnusti sam­býl­is­konu Hann­es­ar til tveggja ára, á ára­bil­inu 2007 til 2009. Hún hefði slitið sam­band­inu í fe­brú­ar 2009 en á grund­velli sam­bands þeirra eft­ir það var maður­inn hand­tek­inn 18. ág­úst, að því er seg­ir í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur.

Farið var inn á heim­ili manns­ins, leitað í her­bergi hans og föt tek­in til rann­sókn­ar. Lög­regla taldi að blett­ur á bux­um hans gæti verið blóð. Það reynd­ist ekki vera. Mann­in­um var sleppt úr haldi að morgni 19. ág­úst.

Héraðsdóm­ur taldi aðgerðir lög­reglu eðli­leg­ar og lög­mæt­ar, ekk­ert óeðli­legt hefði verið við hand­tök­una og maður­inn ekki leng­ur í haldi en efni stóðu til.

Engu að síður seg­ir í niður­stöðu dóms­ins: „Fyr­ir ligg­ur að [maður­inn] hafði stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins allt þar til játn­ing ann­ars manns lá fyr­ir um að hafa banað Hann­esi Þór Helga­syni, eða til 3. sept­em­ber 2010. Á stefn­andi því með vís­an til 228. gr. [laga um meðferð saka­mála] rétt á bót­um úr hendi [ís­lenska rík­is­ins]. Ber því að bæta hon­um þann miska, sem telja má að hann hafi hlotið vegna hand­töku hans og vist­un­ar í fanga­klefa, enda verður ekki litið svo á, sam­kvæmt gögn­um máls­ins, að hann hafi valdið eða stuðlað að þess­um aðgerðum lög­reglu.“

Í um­ræddri laga­grein seg­ir: „Maður sem bor­inn hef­ur verið sök­um í saka­máli á rétt til bóta skv. 2. mgr. ef mál hans hef­ur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með end­an­leg­um dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var tal­inn ósakhæf­ur.“

Voru 200 þúsund krón­ur tald­ar hæfi­leg­ar miska­bæt­ur. Hins veg­ar var ekki fall­ist á að maður­inn ætti rétt til bóta á grund­velli al­mennra reglna skaðabóta­rétt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka