Samskonar vél og Hitler notaði

Flugvél af gerðinni Junker Ju 52 lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Junker-flugvélarnar eru þriggja hreyfla og voru framleiddar í Þýskalandi á árunum 1932 til 1945. Vélarnar voru mikið notaðar sem sprengjuvélar í flugher Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli er vélin hér í stuttu stoppi á leið sinni frá Færeyjum.

Vélarnar voru upphaflega framleiddar sem flutningavélar en voru einnig notaðar til fólksflutninga og sem sprengjuvélar eins og fyrr segir á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.

Adolf Hitler notaðist við Junker Ju 52 vel sem einkavél á sínum tíma, fyrst í kosningabaráttu sinni árið 1932 og svo áfram eftir að hann náði völdum sem kanslari Þýskalands. Einkaflugfloti Hitlers samanstóð, þegar mest lét, af um 50 flugvélum sem flestar voru af Junker Ju 52-gerð. Vélarnar fluttu bæði Hitler sjálfan og aðra hátt setta meðlimi ríkisstjórnar Þýskalands.

Mörg þekkt flugfélög höfðu slíkar vélar í flota sínum fram á miðja tuttugustu öld svo sem Swissair og Luft Hansa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert