Mjólkin hækkar um 4% í verði

Mjólkurvörur
Mjólkurvörur mbl.is/Gúna

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, um 4% hinn 1. júlí.

Frá sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til bænda um 2,80 krónur á lítra mjólkur, það er úr 77,63 krónum í 80,43 krónur, eða 3,6%. Þá hækkar vinnslu- dreifingarkostnaður mjólkur um tæp 4,4%.

Segir í tilkynningu frá verðlagsnefndinni að ástæða verðbreytinganna nú séu launahækkanir og verðhækkanir á aðföngum við búrekstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert