Suðurstrandarvegur var formlega opnaður síðdegis í dag en vegurinn er 57 km langur og liggur frá Grindavík til Þorlákshafnar. Hann tengir þannig saman Suðurland og Reykjanesskagann.
Fram kemur í frétt frá Vegagerðinni að vegurinn nýtist íbúum, atvinnustarfsemi og opni mikla möguleika í ferðaþjónustu. „Ekki síður opnar vegurinn möguleika fyrir til dæmis íbúa höfuðborgarsvæðisins til nýs hringaksturs auk þess að nýta má fjölmarga göngumöguleika svæðisins.“