Tók heilt ár að fá leiðréttingu

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. mbl.is/Ernir

Alþingi hefur sent Steinþóri Jónssyni, athafnamanni og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, formlegt bréf þar sem rangfærslur sem fram komu í rannsóknarskýrslu Alþingis eru leiðréttar. Heilt ár leið frá því að hann vakti fyrst athygli á rangfærslunum í skýrslunni og þar til þær voru að lokum leiðréttar.

Í bréfi sem Steinþór sendi forsætisnefnd og dagsett er 31. maí 2011 vakti hann athygli á því að í 3. bindi á bls. 99 og 100 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis megi finna alvarlegar staðreyndavillur. Fullyrt var að Steinþór hefði gegnt varaformennsku í stjórn Icebank og átt þátt í að breyta, ásamt stjórn, lánareglum bankans á stjórnarfundi þann 7. október 2007 og veitt lán m.a. til einkahlutafélags að hluta í sinni eigu.

Hið rétta er að Steinþór var meðstjórnandi frá 14. desember 2007 og varaformaður stjórnar bankaráðs frá 7. mars 2008.

Á umræddum stjórnarfundi 7. október 2007 var farið yfir lánareglur bankans auk þess sem formanni og varaformanni stjórnar bankans var falið að ganga frá lánum til einkahlutafélaga vegna hlutafjárkaupa í bankanum sjálfum. Eitt þeirra fyrirtækja sem fengu lán var Bergið ehf., sem var í minnihlutaeigu Steinþórs auk 12 annarra hluthafa. Þá var Steinþór að auki stjórnarformaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert