Bauð fram sátt

Anna Kristín Ólafsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og Einar Karl Hallvarðsson.
Anna Kristín Ólafsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og Einar Karl Hallvarðsson. Morgunblaðið/Golli

Rík­is­lögmaður bauð Önnu Krist­ínu Ólafs­dótt­ur til form­legra sáttaum­leit­ana vegna kæru henn­ar á hend­ur rík­inu. Þetta sýn­ir bréf rík­is­lög­manns til lög­manns Önnu Krist­ín­ar sem Frétta­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Anna kærði ís­lenska ríkið fyr­ir brot á jafn­rétt­is­lög­um, en úr­sk­urðar­nefnd jafn­rétt­is­mála hafði úr­sk­urðað Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur brot­lega við lög­in vegna ráðning­ar skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Anna var einn um­sækj­enda, en karl­maður var ráðinn í starfið.

Héraðsdóm­ur dæmdi ríkið fyrr í vik­unni til þess að greiða Önnu miska­bæt­ur vegna máls­ins. Í yf­ir­lýs­ingu í gær sagði Anna Krist­ín það alrangt að Jó­hanna hefði sýnt sátta­vilja í mál­inu, eins og ráðuneytið hélt fram í yf­ir­lýs­ingu í fyrra­dag. „Hvorki fyrr né síðar hef­ur hún haft sam­band við mig vegna máls­ins eða komið til mín skila­boðum um vilja henn­ar til sátta.“

Jó­hanna skrif­ar grein um málið í Frétta­blaðið í dag. Þar seg­ir hún að frá upp­hafi hafi henn­ar sjón­ar­mið verið að leita allra leiða til sátta svo ekki þyrfti að fara fyr­ir dóm­stóla. Hún biður Önnu jafn­framt vel­v­irðing­ar á þeim miska sem málið kunni að hafa valdið henni.

Frétta­blaðið hef­ur und­ir hönd­um bréf rík­is­lög­manns til Þór­unn­ar Guðmunds­dótt­ur, lög­manns Önnu Krist­ín­ar, þar sem fram kem­ur að Jó­hanna hafi óskað eft­ir því við rík­is­lög­mann að hann hæfi form­leg­ar sáttaum­leit­an­ir. Önnu var boðið til viðræðna um greiðslu miska­bóta.

Í bréfi frá lög­manni Önnu til rík­is­lög­manns stend­ur að hún væri reiðubú­in að ljúka mál­inu með sátt, og vildi fimm millj­ón­ir króna „fyr­ir fé­bæt­ur og miska“. Ráðuneytið vildi ekki borga skaðabæt­ur fyr­ir fjár­tjón, en ít­rekaði í öðru bréfi boð um greiðslu hæfi­legra miska­bóta, sam­kvæmt frétt Frétta­blaðsins um málið í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert