Samningsmarkmiðin í sjávarútvegi tilbúin

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Úr myndasafni.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Úr myndasafni. Reuters

„Við þurf­um að hefja viðræðurn­ar, tak­ast á við vanda­mál­in og þannig mun­um við ná sam­komu­lagi sem Ísland mun fara eft­ir. Við erum reiðubú­in að leggja fram samn­ings­mark­mið okk­ar,“ sagði Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra við fjöl­miðla í Brus­sel í gær sam­kvæmt frétta­veit­unni Agence Europe aðspurður um viðræður um sjáv­ar­út­vegs­mál vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Ríkjaráðstefna Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins fór fram í gær en þar voru þrír nýir samn­ingskafl­ar opnaðir í viðræðunum um inn­göngu Íslands í sam­bandið. Þar með hafa 18 kafl­ar verið opnaðir af 35 en af þeim hef­ur tíu verið lokað til bráðabirgða. Þeir kafl­ar sem talið er að verði erfiðast­ir, um land­búnaðar­mál og sjáv­ar­út­vegs­mál, hafa hins veg­ar ekki verið opnaðir enn.

Haft er eft­ir Öss­uri að hann telji að hægt verði að ná sam­komu­lagi um sjáv­ar­út­veg­inn í viðræðunum vegna góðs skiln­ings Evr­ópu­sam­bands­ins á hags­mun­um Íslend­inga. „Evr­ópu­sam­bandið hef­ur alltaf lagt áherslu á að finna sér­hannaðar lausn­ir fyr­ir hags­muni um­sókn­ar­ríkja án þess að troða á þeim meg­in­regl­um sem skipta þau ríki máli. Ég á von á frjó­um lausn­um. Við erum ólík Nor­egi sem hef­ur tvisvar sagt nei við Evr­ópu­sam­bandið,“ sagði Össur enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert