Þrátt fyrir að vera orðinn hundrað ára gamall má segja að Jón Hannesson sé enn í fullu fjöri. Hann keyrir enn um á eigin bíl og býr í eigin húsnæði þar sem hann ræktar m.a. tré fyrir sumarbústaði barna sinna. Jón hefur sterkar skoðanir á stjórnmálum en segist hættur að kjósa, það sé ekki til neins.
Jón sem starfaði sem rafvirki varð hundrað ára gamall þann tuttugasta júní síðastliðinn og ítarlegt viðtal við hann er að finna í síðasta Sunnudagsmogga.