Eldsvoði í Eyjum

Bifreiðarnar eru gjörónýtar
Bifreiðarnar eru gjörónýtar Eyjafréttir/Óskar Pétur Friðriksson

Slökkvilið Vest­manna­eyja var kallað út um klukk­an hálf þrjú í nótt en kviknað hafði í sendi­bif­reið sem stóð við Skvís­u­sund.  Þegar að var komið stóðu log­arn­ir út úr bif­reiðinni  þannig að ná­lægt hús var í hættu. 

Eld­ur kviknaði í glugga, rúður sprungu og vegg­ur­inn er illa far­inn en eld­ur­inn náði hins veg­ar ekki að læsa sig í húsið.  Í hús­inu er tré­smíðaverk­stæði og ljóst að ekki mátti tæp­ara standa, að því er fram kem­ur á frétta­vefn­um Eyja­f­rétt­ir.

Þegar slökkvi­starfi var að ljúka kom í ljós að inni í sendi­bif­reiðinni var ann­ar bíll.  Báðir bíl­arn­ir eru gjör­ónýt­ir. Elds­upp­tök liggja ekki fyr­ir en bæði slökkviliðsmönn­um og lög­reglu­mönn­um á staðnum fannst margt benda til að eld­ur­inn hafi komið upp í bíln­um sem var inn í sendi­bif­reiðinni, sem aft­ur gef­ur vís­bend­ingu til að kveikt hafi verið í, seg­ir í frétt á vefn­um Eyja­f­rétt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Vin­ir Ket­ils bónda, áhuga­manna­fé­lag: Voða
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert