Ísland fær lokaviðvörun frá ESA

Höfuðstöðvar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
Höfuðstöðvar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, hef­ur gefið Íslandi lokaviðvör­un vegna inn­leiðing­ar til­skip­un­ar um gerðarviður­kenn­ingu vél­knú­inna öku­tækja með til­liti til end­ur­not­an­leika, end­ur­vinn­an­leika og end­ur­nýt­an­leika þeirra í því skyni að laga hana að tækni­fram­förum.

Fyr­ir helgi barst ís­lensk­um stjórn­völd­um rök­stutt álit ESA vegna til­skip­un­ar­inn­ar sem inn­leiða átti fyr­ir 1. nóv­em­ber 2011, en það hef­ur enn ekki verið gert.

Í til­kynn­ingu frá ESA seg­ir að ef Ísland verði ekki við til­skip­un­inni inn­an tveggja mánaða geti ESA skotið mál­inu til EFTA-dóm­stóls­ins.

ESA hef­ur eft­ir­lit með því að EES ríki EFTA, þ.e. Ísland, Liechten­stein og Nor­eg­ur, virði skuld­bind­ing­ar sín­ar sam­kvæmt EES-samn­ingn­um og að aðgerðir aðild­ar­ríkj­anna á sviði sam­keppni séu lög­mæt­ar.

Eft­ir­litið snýr bæði að því hvernig EES-regl­urn­ar eru inn­leidd­ar í ís­lensk­an rétt og hvernig þeim er síðan fram­fylgt af stjórn­völd­um. ESA gegn­ir einnig mik­il­vægu hlut­verki varðandi sam­keppn­is­mál sem hafa áhrif á viðskipti á Evr­ópska efna­hags­svæðinu þ.e. að tryggja rétt­mæta sam­keppni fyr­ir­tækja, og hafa eft­ir­lit með rík­is­styrkj­um og op­in­ber­um inn­kaup­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert