Rúmlega 11 þúsund hafa kosið

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar í Laugardalshöll hafa nú 11.182 greitt atkvæði í utankjörfundar á landinu öllu. Þar af hafa 575 manns greitt atkvæði í Reykjavík það sem af er degi.

Kjörsóknin hefur farið stigvaxandi til þessa og er gert ráð fyrir að svo verði áfram fram að kjördegi næstkomandi laugardag 30. júní. Hefur fyrir vikið verið gert ráð fyrir auknum mannskap við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna næstu daga.

Hins vegar hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan almennt gengið vel til þessa og engin vandamál komið upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert