Þriggja ára barátta á enda

Brynjar Gunnlaugsson við lóðina í Úlfarsárdal
Brynjar Gunnlaugsson við lóðina í Úlfarsárdal mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg hefur fallist á að taka við lóð í Úlfarsárdal og greiða þeim Brynjari Gunnlaugssyni og Ásdísi Ósk Smáradóttur til baka lóðargjöld ásamt dráttarvöxtum og verðbótum vegna lóðar sem þau fengu úthlutað árið 2007. Með því lauk þriggja ára harðri baráttu hjónanna við borgina.

„Ég vil meina að borgin haldi frá okkur gögnum og hún leggur engin gögn fram nema henni sé stefnt til að afhenda þau,“ segir Brynjar.

Borgin gerði samkomulag við hjónin í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem borgin áfrýjaði ekki.

Brynjar bendir á að áður hafði borgin tekið við flestum öðrum lóðum í sama hverfi og leyft öðrum lóðarhöfum í sambærilegri stöðu að skila sínum lóðum.

Mágur Brynjars og svilkona voru í sambærilegri stöðu. Eftir að þau fóru í mál við borgina í janúar 2010 samdi borgin við þau en Brynjar og Ásdís fengu enga lausn sinna mála og neyddust þau því til að höfða mál gegn borginni í maí 2011.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert