Guðgeir fékk 14 ára dóm

Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal.
Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal. mbl.is

Guðgeir Guðmunds­son, sem stakk Skúla Eggert Sig­urz, fram­kvæmda­stjóra lög­manns­stof­unn­ar Laga­stoða, þann 5. mars síðastliðinn, var dæmd­ur í 14 ára fang­elsi.

Skúli lá í marga daga milli heims og helju á gjör­gæslu­deild eft­ir árás­ina. Í ákær­unni seg­ir að Guðgeir hafi stungið hann ít­rekað í lík­amann, með þeim af­leiðing­um að hann hlaut fimm stungusár, þar af fjög­ur sem voru hvert um sig lífs­hættu­leg þótt aðrir áverk­ar hefðu ekki komið til.

Guðgeir er einnig ákærður fyr­ir sér­lega hættu­lega lík­ams­árás á Guðna Bergs­son, starfs­mann Laga­stoða, en hann stakk hann með hnífi tvisvar í lærið.

Íhugaði að vinna manni mein

Guðgeir sagði fyr­ir dómi að hann hafi íhugað það nokkr­um dög­um fyr­ir at­b­urðinn að vinna ein­hverj­um starfs­manni lög­fræðistof­unn­ar mein. Þá hafi hann ákveðið kvöldið áður að hafa hníf­inn með sér er hann færi þangað. „Verður við það miðað að ekki síðar en þá hafi mynd­ast ásetn­ing­ur hjá ákærða til að stinga starfs­mann lög­fræðistof­unn­ar með hnífi,“ seg­ir í dómn­um.

Guðgeir var með hníf með 13 cm löngu blaði á sér þegar hann fór til fund­ar við starfs­mann Laga­stoðar vegna skuld­ar sem var í inn­heimtu. Hann stakk Skúla ít­rekað. Að mati dóms­ins er framb­urður Guðgeirs um að hann hafi veitt Skúla áverka með því að stinga eða fálma með hnífn­um aft­ur fyr­ir sig óljós og ótrú­verðugur. Framb­urður hans að þessu leyti sam­rým­ist hvorki lýs­ing­um Skúla á því hvernig at­lag­an gekk fyr­ir sig, né lækn­is­fræðileg­um gögn­um í mál­inu.

Dóm­ar­inn seg­ir að af framb­urði Skúla, lækn­is­vott­orði og framb­urði vitn­is verði ályktað, að Guðgeir hafi gengið ákveðið til verks og beitt hnífn­um af afli. Þá bar Guðni Bergs­son að ákærði hefði ekki látið af at­lög­unni fyrr en hann var yf­ir­bugaður. „At­laga ákærða að Skúla var lífs­hættu­leg og réð hend­ing því að ekki hlaust bani af. Var at­lag­an með þeim hætti að lagt verður til grund­vall­ar að ákærði hafi viljað að Skúli biði bana af,“ seg­ir í niður­stöðu dóms­ins.

Hnífn­um beitt af afli

Tóm­as Guðbjarts­son skurðlækn­ir kom fyr­ir dóm og lýsti þeim áverk­um sem Skúli fékk. Hann seg­ir að áverk­arn­ir sem Skúli fékk hafi verið djúp­ir, en ekki ýkja lang­ir. Miðað við hníf­inn, sem beitt var, væri ljóst að allt hnífs­blaðið hefði gengið inn í lík­ama Skúla. Rif­bein hafi kubbast í sund­ur beggja vegna. Væri þetta til marks um að hnífn­um hafi verið beitt af afli, en tals­vert átak þurfi til að rif fari í sund­ur. Tóm­as sagði að ekki hefði munað nema nokkr­um sentí­metr­um að hníf­ur­inn færi í hjartað.

Guðgeiri var gert að greiða Skúla þrjár millj­ón­ir í miska­bæt­ur með vöxt­um og Guðna 800.000 krón­ur í miska­bæt­ur með vöxt­um. Hon­um var jafn­framt gert að greiða máls­kostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert