Hrakspár vegna Hörpu að rætast

Tónlistarhúsið Harpa.
Tónlistarhúsið Harpa. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar ákveðið hafi verið í byrjun árs 2009 að halda byggingu tónlistarhússins Hörpu áfram hafi því verið lofað að ekki kæmu til frekari framlög frá skattgreiðendum til byggingar og rekstrar hússins umfram þær skuldbindingar sem þegar höfðu verið gerðar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans í dag.

„Ég varaði þá við því að mikil hætta væri á að þetta loforð fengist ekki staðist vegna hinnar miklu fjárskuldbindingar, sem verkið hefði í för með sér, og þess að rekstraráætlanir hússins væru á veikum grunni reistar,“ segir Kjartan og bætir við að nú séu þær hrakspár því miður að rætast þar sem framlög dugi ekki fyrir rekstrarkostnaði hússins.

„En getur verið að stjórnendur hússins hafi í alvöru reiknað með því að fá 10 milljarða króna afslátt af fasteignagjöldum og lokað rekstraráætluninni þannig?“ spyr Kjartan og vísar þar til deilu rekstraraðila Hörpu og Þjóðskrár Íslands um það hvert fasteignamat hússins eigi að vera en þar munar miklum fjárhæðum.

Frétt á mbl.is: Rekstrargrundvöllur brostinn að óbreyttu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert