„Kind á hvolfi“

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um „kind á hvolfi“ í mólendi skammt austan Þjórsárbrúar í liðinni viku.

Segir í dagbók lögreglunnar að strax hafi verið haft samband við bónda í grenndinni og fór hann og rétti skepnuna við enda liggur á þegar rollur fara afvelta. Hætt er við að þær kafni þegar þetta gerist og ær sem legið hefur lengi afvelta tapar jafnvægisskyninu. Þannig getur þurft að styðja við hana lengi á eftir til að hún leggist ekki aftur í sama farið, samkvæmt því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert