Skerðingar burt í áföngum

AP

Skerðingar vegna tekjutenginga í bótakerfi ellilífeyrisþega verða minnkaðar í áföngum og bótaflokkar sameinaðir í einn bótaflokk ellilífeyris, verði tillögur starfshóps, sem unnið hefur að endurskoðun almannatryggingakerfisins, lögfestar.

Einróma samkomulag náðist í hópnum í seinustu viku um tillögur sem sendar hafa verið til velferðarráðherra um breytingar á þeim hluta sem varðar ellilífeyrisþega. Þær eru nú til skoðunar í ráðuneytinu en samkomulagið þykir marka vatnaskil þar sem í starfshópnum, sem er undir stjórn Árna Gunnarssonar, fyrrv. alþingismanns, eiga m.a. sæti fulltrúar stjórnmálaflokkanna, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins, BSRB, BHM, KÍ, lífeyrissjóða, Landssamtaka eldri borgara o.fl.

Lagt er til að í fyrsta áfanga verði þrír bótaflokkar, ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót, felldir inn í einn bótaflokk og ákveðin verði ein mánaðarleg fjárhæð ellilífeyris. Síðar verði framfærsluuppbótin einnig felld inn í bótaflokkinn.

„Þetta er stórt mál vegna þess að þarna er verið að tengja saman bótaflokka og gera þetta skiljanlegra og auðveldara í útreikningi,“ segir Árni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert