Sorplöggurnar aðeins „reyksprengja“

Bannað er að henda spilliefnum og garðaúrgangi í svörtu tunnuna …
Bannað er að henda spilliefnum og garðaúrgangi í svörtu tunnuna og ekkert nema pappír má fara í þá bláu Friðrik Tryggvason

„At­hygl­in núna er á meint­um sor­p­lögg­um. Ógur­leg­ar ófreskj­ur inn­flutt­ar frá fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkj­un­um sem eru hér komn­ar til að sví­v­irða einka­líf fólks. Þetta er reyk­sprengja og það vita þeir sem þekkja málið.“ Þetta seg­ir Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir, vara­formaður um­hverf­is- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur.

Krist­ín Soffía skrif­ar pist­il um fund ráðsins sem fram fór í dag en þar samþykktu full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar og Besta flokks til­lögu um aukna end­ur­vinnslu í Reykja­vík. „Ég veit að mörg­um finnst það sjálfsagt og aðrir eru hrein­lega reiðir yfir því að þetta hafi ekki verið gert fyrr og að ekki sé gengið lengra.“

Hún seg­ir að til­lag­an sem samþykkt var hafi verið ein­föld; „Bannað verður að henda papp­ír og skila­gjalds­um­búðum með al­mennu sorpi.“ Borg­ar­bú­ar hafi síðan val um það hvernig þjón­ustu þeir vilja. Hægt sé að nýta sér grennd­argáma og end­ur­vinnslu­stöðvar, panta sér bláa tunnu frá Reykja­vík­ur­borg eða panta sér end­ur­vinnslutunnu frá Íslenska Gáma­fé­lag­inu eða Gámaþjón­ust­unni.

Sí­fellt verið að taka stikkpruf­ur

Krist­ín Soffía bend­ir einnig á, að í dag sé bannað að henda spilli­efn­um og garðaúr­gangi í svörtu tunn­una og ekk­ert nema papp­ír má fara í þá bláu. „Því er sí­fellt verið að taka stikkpruf­ur og ef óæski­leg efni finn­ast í tunn­un­um þá eru þær skild­ar eft­ir.“ Sor­p­lögg­urn­ar ógur­legu séu hins veg­ar „reyk­sprengja“.

Þá seg­ir hún að Reykja­vík­ur­borg sé með breyt­ing­un­um að axla ábyrgð og stíga inn í framtíð auk­inn­ar sjálf­bærni. „Lát­um ekki reyk­sprengj­ur villa okk­ur sýn og fögn­um því að loks­ins séu kom­in auk­in tæki­færi fyr­ir Reyk­vík­inga að sýna ábyrgð í verki.“

Kristín Soffía Jónsdóttir, varaformaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir, vara­formaður um­hverf­is- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert