Viðamikið kókaínsmygl í rannsókn

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Íslenskt par á sjötugsaldri var stöðvað við komuna til landsins við hefðbundið eftirlit tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 25. maí síðastliðinn.  

Maðurinn og konan, sem voru að koma frá Danmörku, reyndust vera með mikið magn af kókaíni meðferðis, en það var vandlega falið í ferðatösku. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Hafa tveir Íslendingar til viðbótar, kona á þrítugsaldri og karlmaður á fertugsaldri, verið handtekin eftir að rannsókn málsins hófst og setið í gæsluvarðhaldi síðan. Að auki er þriðja Íslendingsins, sem talinn er eiga aðild að málinu, leitað erlendis og hefur verið gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hann.

Lagt var hald á nokkurt magn fíkniefna við húsleitir vegna rannsóknar málsins. Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Kókaín
Kókaín mbl.is/Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert