Samheitalyfin geta valdið flogaköstum

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Flogaveikisjúklingar eru margir hverjir ósáttir við að vera ávísað samheitalyfjum. Hafa þau jafnvel orðið til þess að þeir fái flogakast.

„Samheitalyfin hafa reynst illa og haft alvarlegar afleiðingar fyrir suma flogaveikisjúklinga. Þeir hafa fengið flog af þeim, sljóleiki aukist og krampatíðni,“ segir Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður Laufsins, félags flogaveikra. Oft eru ör skipti á milli lyfjategunda vegna samkeppni á lyfjamarkaðinum. Sjúkratryggingar niðurgreiða eingöngu ódýrustu lyfin og það getur breyst milli mánaða hver þau eru.

Mikið hefur verið hringt inn á skrifstofu félags flogaveikra að undanförnu til að láta vita af aukaverkunum af samheitalyfjum og kvarta yfir því hversu títt er skipt um lyf. „Sjúklingar eru jafnvel að fá eitt samheitalyf í þetta skiptið og eitthvað annað það næst. Það veldur óöryggi hjá sjúklingunum, þeir vita aldrei hvað þeir fá næst,“ segir Fríða Bragadóttir, starfsmaður félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert