„Helkaldur veruleiki“

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.

„Við stöndum frammi fyrir því, að það sem við vorum sökuð um að færa fram sem hræðsluáróður er nú bara helkaldur veruleiki,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, spurður út í ákvörðun Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum að segja upp 41 starfsmanni.

Líkt og fram hefur komið samþykkti stjórn Vinnslustöðvarinnar í gær að segja upp allri áhöfn á Gandí VE-171 eða alls 30 manns. Ákveðið var að leggja Gandí að lokinni makrílvertíð í ár og auglýsa skipið til sölu. Þá kom fram að 11 manns í landvinnslu VSV í Eyjum verði sagt upp.

„Við erum að fara yfir stöðuna og heyra í þessu fólki,“ segir Elliði í samtali við mbl.is. Þarna séu tugir einstaklinga að missa lífsviðurværi sitt.

„Þessir sjómenn sem hafa verið á Gandí eru ekkert að fara á strandveiðar. Þetta eru atvinnumenn á ársgrundvelli sem sjómenn,“ segir Elliði og bætir við að plástrar á borð við strandveiðar skipti þetta fólk engu máli. Sama máli gegni um landverkafólkið sem hafi ekki að neinu öðru að hverfa.

„Hér vinnum við eingöngu fisk og höfum haft metnað til þess. Það er hroðalegt að sjá að það, sem við færðum fram, og vorum sökuð um hræðsluáróður, skuli nú vera orðinn þessi helkaldi veruleiki og setur skugga á annars fallegan tíma,“ segir bæjarstjórinn í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert