Höfða mál gegn Borgarahreyfingunni

Borgarahreyfingin kom fram í kjölfar mótmæla á Austurvelli eftir hrun.
Borgarahreyfingin kom fram í kjölfar mótmæla á Austurvelli eftir hrun. Morgunblaðið/Júlíus

Gunnar Sigurðsson og Herbert Sveinbjörnsson hafa höfðað mál gegn Borgarahreyfingunni vegna ágreinings um greiðslu launa, en þeir gerðu samning um að vinna nokkrar stuttmyndir fyrir flokkinn.

Gunnar og Herbert eru meðal stofnenda Borgarhreyfingarinnar. Samkomulag varð á milli þeirra og Borgarahreyfingarinnar um að þeir gerðu nokkrar stuttmyndir þar sem lögð væri áhersla á stefnumál flokksins. Þeir náðu hins vegar ekki að ljúka þessu verkefni vegna þess að ágreiningur kom upp milli þeirrar og stjórnar flokksins í kjölfar breytinga á stjórn.

Gunnar og Herbert telja hins vegar að þeir hafi verið með tímabundinn ráðningasamning í höndunum og vilja að hann verði virtur.

Málið er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en fyrirtaka var í málinu í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka