Ungur maður í vanda á Esju

Esjan.
Esjan. Matthias Arni Ingimarsson

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fóru á Esju í kvöld til aðstoðar ungum manni sem veiktist á göngu á fjallinu. Þegar hann var kominn upp að Steini þvarr honum kraftur og komst ekki lengra. Maðurinn var sóttur og lauk aðgerðinni á níunda tímanum.

Menn frá slökkviliðinu voru fyrstir á staðinn og hjálpuðu þeir honum niður hluta af leiðinni, þangað sem björgunarsveitir biðu með fjórhjól.   

Ungi maðurinn var þó ekki sá eini sem lenti í vandræðum í fjallgöngu í dag því Björgunarsveitin Klakkur í Grundafirði sótti konu á Kirkjufellið á sjötta tímanum í dag en sú hafði snúið á sér ökkla og komst ekki af sjálfsdáðum niður af fellinu. 

 Þá voru sveitir frá Hellu og Hvolsvelli kallaðar út síðdegis til leitar að tveimur konum sem villst höfðu í þoku á Fimmvörðuhálsi. Konurnar skiluðu sér skömmu síðar í Baldvinsskála og voru sveitirnar því afturkallaðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert