Ungur maður í vanda á Esju

Esjan.
Esjan. Matthias Arni Ingimarsson

Björg­un­ar­sveit­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins fóru á Esju í kvöld til aðstoðar ung­um manni sem veikt­ist á göngu á fjall­inu. Þegar hann var kom­inn upp að Steini þvarr hon­um kraft­ur og komst ekki lengra. Maður­inn var sótt­ur og lauk aðgerðinni á ní­unda tím­an­um.

Menn frá slökkviliðinu voru fyrst­ir á staðinn og hjálpuðu þeir hon­um niður hluta af leiðinni, þangað sem björg­un­ar­sveit­ir biðu með fjór­hjól.   

Ungi maður­inn var þó ekki sá eini sem lenti í vand­ræðum í fjall­göngu í dag því Björg­un­ar­sveit­in Klakk­ur í Grundafirði sótti konu á Kirkju­fellið á sjötta tím­an­um í dag en sú hafði snúið á sér ökkla og komst ekki af sjálfs­dáðum niður af fell­inu. 

 Þá voru sveit­ir frá Hellu og Hvols­velli kallaðar út síðdeg­is til leit­ar að tveim­ur kon­um sem villst höfðu í þoku á Fimm­vörðuhálsi. Kon­urn­ar skiluðu sér skömmu síðar í Bald­vins­skála og voru sveit­irn­ar því aft­ur­kallaðar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert