Vilja upplýsingar um leigusamninga

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Fé­lag at­vinnu­rek­enda hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu varðandi   fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­inga Lýs­ing­ar.

„Fé­lagi at­vinnu­rek­enda hafa borist fjölda­marg­ar kvart­an­ir vegna starfs­hátta fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­ar í tengsl­um við eina af fjár­mögn­un­ar­leiðum þess, þ.e. fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­inga.

Í öll­um til­fell­um er umkvört­un­ar­efnið það að Lýs­ing vilji ekki viður­kenna end­ur­kauparétt viðskipta­vina sinna þrátt fyr­ir að um hann hafi verið samið þó það hafi í mörg­um til­fell­um ekki verið gert skrif­lega. Komu þessi sinna­skipti upp eft­ir að deil­ur tóku að rísa um skil­in á milli leigu­samn­inga ann­ars veg­ar og láns­samn­inga hins veg­ar. Eft­ir þann tíma tók Lýs­ing uppá því að þræta fyr­ir fram­an­greinda skuld­bind­ingu.

Ljóst er þeir aðilar sem sóttu fjár­mögn­un til Lýs­ing­ar gerðu það með það fyr­ir sjón­um að kauprétt­ur væri á samn­ings­and­lag­inu. Þessi skiln­ing­ur er staðfest­ur á heimasíðu Lýs­ing­ar þar sem slík­ur rétt­ur er staðfest­ur og í langri fram­kvæmd fyr­ir­tæk­is­ins í þá veru. Þá styðst það við ákveðin eðlis­rök að lán­taki ætli sér ekki að greiða láns­and­lagið að fullu með vöxt­um og gjöld­um án þess að eign­ast það,“ seg­ir meðal ann­ars í bréfi sem fé­lagið hef­ur sent FME.

Fé­lag at­vinnu­rek­enda hef­ur einnig út­vegað fjölda vitn­is­b­urða frá viðskipta­vin­um Lýs­ing­ar til að sýna fram á of­an­greint og þá órétt­mætu viðskipta­hætti sem Lýs­ing hef­ur beitt í  mál­um sem þess­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka