Eru alltaf borgarfulltrúar

Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi Besta flokksins.
Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi Besta flokksins. Gunnar Svanberg Skulason

Innri end­ur­skoðandi Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að borg­ar­full­trú­ar séu ávallt full­trú­ar borg­ar­inn­ar út á við. Hann tel­ur mik­il­vægt að þeir séu vak­andi yfir mögu­leg­um hags­muna­tengsl­um hvort sem er inn­an eða utan starfa í þágu borg­ar­stjórn­ar.

Þetta kem­ur fram í svari sem hann sendi vegna fyr­ir­spurn­ar borg­ar­ráðsfull­trúa Vinstri grænna og Sjálf­stæðis­flokks um siðaregl­ur borg­ar­full­trúa. Fyr­ir­spurn­in var lögð fram í kjöl­far þess að Ein­ar Örn Bene­dikts­son borg­ar­full­trúi Besta flokks­ins og tveir emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar fóru í ferð í boði WOW air til Par­ís­ar.

Siðaregl­ur Reykja­vík­ur­borg­ar kveða á um að kjörn­ir full­trú­ar þiggi ekki gjaf­ir, fríðindi eða önn­ur hlunn­indi frá viðskipta­mönn­um eða þeim sem leita eft­ir þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar nema um sé að ræða óveru­leg­ar gjaf­ir.

Ein­ar Örn hef­ur gefið þá skýr­ing­ar að hon­um hafi verið boðið í ferðina sem æsku­vin­ur stofn­anda flug­fé­lags­ins, en ekki sem borg­ar­full­trúi

„Kjörn­ir full­trú­ar og emb­ætt­is­menn hafa mörg­um og ólík­um hlut­verk­um að gegna utan starfa í þágu Reykja­vík­ur­borg­ar en þó er ávallt litið á þessa aðila sem full­trúa borg­ar­inn­ar út á við og í op­in­berri umræðu. Í 1. grein siðareglna borg­ar­full­trú er enda lögð áhersla á að þær skil­greini hátt­semi í öll­um störf­um borg­ar­full­trúa og út í gegn­um regl­urn­ar er kveðið á um að ávallt skuli hafa í heiðri grund­vall­ar­regl­ur góðrar stjórn­sýslu. Því er vert að und­ir­strika mik­il­vægi þess að aðilar séu vak­andi yfir mögu­leg­um hags­muna­tengsl­um sem kunna að koma upp í sam­skipt­um og störf­um hvort sem er inn­an eða utan starfa í þágu borg­ar­stjórn­ar,“ seg­ir í bréfi innri end­ur­skoðanda sem lagt var fyr­ir borg­ar­ráð í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert