Árlega eru skráð um 100 tjón þar sem ótryggð ökutæki koma við sögu. Talið er að ökutæki sem ekki eru tryggð séu hátt á sjöunda þúsund, þar af um 1.500 dráttarvélar. Heildartjón vegna ótryggðra ökutækja getur numið allt að 30-40 milljónum á ári að meðaltali, en einstök stórtjón geta hleypt þeirri upphæð mjög upp.
Lagt er til að tekið verði upp svonefnt vantryggingargjald með lögveði sem leggist á ökutæki um leið og tryggingafélag segir upp tryggingu vegna vanskila.