Telja túlkun ráðuneytis ranga

Forsetakosningar fara fram á morgun
Forsetakosningar fara fram á morgun mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Öryrkja­banda­lags Íslands, Guðmund­ur Magnús­son, seg­ir að bæði stjórn­ar­skrá Íslands og Mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu kveði á um að kosn­ing­ar skuli vera leyni­leg­ar. Tel­ur ÖBÍ að túlk­un inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins á rétti fatlaðs fólks til að kjósa ranga.

„Ísland hef­ur lengi státað sig af því að vera eitt elsta og rót­grón­asta lýðræðis­ríki í heimi. Lýðræði verður ekki virkt án mann­rétt­inda­vernd­ar, sem er að sama skapi grund­völl­ur lýðræðis. Mann­rétt­indi eru samof­in hug­tök og grund­völl­ur okk­ar þjóðfé­lags­skip­un­ar. Ríki skulu tryggja að all­ar kosn­ing­ar verði frjáls­ar og leyni­leg­ar.

Á morg­un mun ís­lenska þjóðin kjósa sér for­seta. Hin síðustu miss­eri hafa komið upp æ fleiri dæmi um það hvernig ís­lenska rík­inu hef­ur mistek­ist að tryggja að fram­kvæmd kosn­ing­anna sé með leyni­leg­um hætti. Dæm­in ein­fald­lega sanna að all­ir ein­stak­ling­ar sitja ekki við sama borð. Blind­um og hreyfi­hömluðum er ekki heim­ilt að velja sér aðstoðarmann, held­ur verða þeir að leggja traust sitt á kjör­stjórn­ar­menn á hverj­um stað sem veita þeim aðstoð við kosn­ing­arn­ar. Slíkt er ekki leyni­leg kosn­ing,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá for­manni ÖBÍ.

„Í gær kom yf­ir­lýs­ing frá Inn­an­rík­is­ráðherra. Í henni viður­kenn­ir ráðherra að nauðsyn­leg­ar laga­breyt­ing­ar hafi ekki verið gerðar til þess að tryggja mann­rétt­indi fatlaðs fólks þannig að það sam­ræm­ist alþjóðaskuld­bind­ing­um þeim sem hér að ofan voru nefnd­ar.

Ein af rök­un­um fyr­ir því að ráðuneytið ætli ekki að grípa til taf­ar­lausra aðgerða til að tryggja um­rædd mann­rétt­indi eru þau að ráðuneytið tel­ur sig ekki hafa heim­ild til þess að grípa til stjórn­valdsaðgerða sem geta verið and­stæð skýr­um ákvæðum laga. Slíkt geti valdið ógild­ingu kosn­ing­anna.

ÖBÍ tel­ur þetta vera ranga nálg­un enda er ljóst að fram­kvæmd­in er ekki í sam­ræmi við mann­rétt­inda­ákvæði. Mann­rétt­indi skulu ávallt vera æðri öll­um laga­regl­um,“ seg­ir enn­frem­ur í yf­ir­lýs­ingu ÖBÍ.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert