Hernámshelgi hafin á Reyðarfirði

Íbúar Reyðafjarðar bregða á leik.
Íbúar Reyðafjarðar bregða á leik. Ljósmynd/Ingibjörg Ólafsdóttir

Hernámshelgin á Reyðarfirði hófst í morgun með Hernámshlaupi og skemmtigöngu. Hlaupið var frá Stríðsárasafninu að Sómastöðum og niður í miðbæ Reyðarfjarðar og tóku alls um hundrað manns þátt í hlaupinu og göngunni. Hinn eiginlegi hernámsdagur er svo á morgun.

Í kvöld lýkur Gönguvikunni Á Fætur í Fjarðabyggð með veglegri kvöldvöku á Mjóeyri við Eskifjörð og söngskemmtun og seinna í kvöld verður skemmtun á Fáskrúðsfirði í boði Djammfélagsins.

Hinn eiginlegi  hernámsdagur er á morgun og þá verður marserað kl. 14 upp Búðarárgil að Íslenska Stríðsárasafninu en þar verður dagskrá í tilefni dagsins. Einnig verður opnuð myndlistarsýningin HER NÁM eftir Reyðfirðinginn Silvíu Dögg Halldórsdóttur og heimildamyndin Veturhús verður sýndi í Braggabíó. 

 Annað kvöld stendur líka mikið til því þá verða dansskórnir reimaðir á unga og aldna og gömlu dansarnir rifjaðir upp á Setuliðsskemmtun kl. 21 í Félagslundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert