Kreppunni ekki lokið þrátt fyrir hagvöxt

Ragnar Árnason hagfræðiprófessor
Ragnar Árnason hagfræðiprófessor mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krepp­unni er ekki lokið fyrr en lands­fram­leiðslan er orðin sú sama og hún var árið 2008, áður en krepp-an skall á, þetta seg­ir Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands.

„Ef maður fer niður í holu þá er maður niðri í hol­unni þangað til að maður er kom­inn upp úr henni,“ seg­ir Ragn­ar sem gagn­rýn­ir það sjón­ar­mið að krepp­unni sé lokið ein­fald­lega vegna þess að hag­vöxt­ur hafi mælst hér á landi í nokkra árs­fjórðunga. Að sögn hans þá ger­ir þjóðhagspá Hag­stof­unn­ar ráð fyr­ir tæp­lega 3% hag­vexti á þessu ári og um 2,5% hag­vexti á næstu árum og gangi það eft­ir þá muni lands­fram­leiðsla árs­ins 2008 nást aft­ur árið 2014, en þá hafi krepp­an staðið yfir í 5-6 ár.

Ragn­ar seg­ir að það viðmið, um að kreppu sé lokið þegar hag­vöxt­ur hef­ur mælst í nokkra árs­fjórðunga, sé stund­um notað yfir stutt­ar krepp­ur sem til­tölu­lega reglu­lega eiga sér stað en að það eigi illa við um langvar­andi krepp­ur. „Sann­leik­ur­inn er sá að flest­ar krepp­ur, og þær koma nú reglu­lega, end­ast ekki nema einn til þrjá árs­fjórðunga og svo ef síðan verður hag­vöxt­ur í 2-3 árs­fjórðunga eft­ir það er hag­kerfið komið upp úr hol­unni,“ seg­ir Ragn­ar og bæt­ir við: „En þegar um er að ræða svona djúpa kreppu, eins og við erum í og marg­ar aðrar þjóðir, þó svo að þær hafi flest­ar ekki sokkið eins djúpt og við, þá er ekki hægt að nota þetta viðmið. Skyn­sam­lega viðmiðið er að krepp­unni sé lokið þegar að maður er kom­inn upp úr lægðinni.“

Að sögn Ragn­ars eru spár um hag­vöxt hér á landi á næstu árum háðar því að efna­hags­ástandið í ná­granna-lönd­un­um og þeim ríkj­um sem Ís-lend­ing­ar stunda viðskipti við verði sæmi­legt eða a.m.k. ekki verra en það hef­ur verið í fyrra og árið þar áður. „Mjög marg­ir tala um það að þessi heimskreppa muni halda áfram eitt­hvað leng­ur,“ seg­ir Ragn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert