Minna af makríl heldur en síðustu ár

Makríll.
Makríll.

„Það er mun minna af makríl heldur en verið hefur í mörg ár,“ sagði Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, þegar rætt var við hann um miðjan dag í gær. Þeir hafa síðustu daga verið að veiðum suðaustur af landinu og segir Gísli rólegt yfir. „Það voraði seint í sjónum og kannski á hann eftir að koma. Það er enn júní og besti tíminn eftir á makrílveiðunum, miðað við síðustu ár,“ sagði Gísli.

Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, var suður af Reykjanesi og hafði sömu sögu að segja af aflabrögðum. „Makríllinn er dreifðari og minna af honum hér heldur en í fyrra og hittifyrra,“ sagði Guðmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert