Næst sólríkasti júní í Reykjavík

Júní var sólríkasti mánuður sem komið hefur í borginni eftir …
Júní var sólríkasti mánuður sem komið hefur í borginni eftir maí 1958. mbl.is/ÞÖK

Júní, sem var að líða er sá næstsólríkasti sem mælst hefur í Reykjavík og þriðji sólríkasti mánuður yfirleitt sem þar hefur mælst. Og þetta er sólríkasti mánuður sem komið hefur í borginni eftir maí 1958. Þetta kemur fram á vefsvæði Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðuráhugamanns. 

Sigurður Þór, sem safnað hefur saman miklum fróðleik um veðurfar, sem hann birtir  á vefsvæði sínu, segir júní hafa verið þurrviðrasaman og sólríkan. Hann er meira að segja þurrasti júní sem mælst hefur í Stykkishólmi alveg frá 1857.

Þá hafi þurrkamet verið sett á fjölmörgum veðurstöðvum vestanlands, með mislanga mælingasögu, allt frá Faxaflóa og að Ströndum og Tröllaskaga. Ekki þó í Reykjavík, en þar sé mánuðurinn þó við það að komast inn á lista yfir tíu hlýjustu júnímánuði í Reykjavík. „Og þetta er sólríkasti mánuður sem komið hefur í borginni eftir maí 1958. Það er því engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert