Háskólanemar gengu illa um á Flúðum

Flúðir
Flúðir www.mats.is

Fyrsta helgin í júlí er önnur stærsta ferðahelgi ársins á eftir verslunarmannahelginni en skipulögð hátíðarhöld voru víða um land og myndaðist töluverð stemning á tjaldsvæðum og gistihúsum landsins. Að sögn lögreglu gekk umferðin vonum framar um helgina.

„Þetta var nokkuð gott hjá okkur. Hingað komu um 450 manns og þetta gekk bara mjög vel. Stemningin var góð og við vorum mjög heppin með veður,“ segir Sigurjón Bergsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins á Flúðum.

Mikill fjöldi háskólanema lagði leið sína á tjaldsvæðið, en Sigurjón segir það miður hversu illa þau gengu um svæðið. „Umgengnin var alls ekki til fyrirmyndar og það er engu líkara en að hér hafi verið heljarinnar útihátið,“ segir Sigurjón, en tjöld, matur og annað rusl var m.a. skilið eftir á svæðinu.

Brynjólfur Flosason gegnir starfi skálavarðar í Húsadal, en hann segir fjölda gesta í Þórsmörk hafa verið undir væntingum í ár. „Fjöldi gesta í Þórsmörk um helgina stóð alla vega ekki undir væntingum okkar í þetta sinn,“ segir Brynjólfur og bætir við að gestir í Þórsmörk hafi verið færri um helgina en aðrar helgar í sumar.

Brynjólfur telur að forsetakosningarnar hafi átt mikinn þátt í fækkun gesta um helgina, en hann segir erlenda ferðamenn hafa verið í meirihluta gesta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert