Innbrot og þjófnaður í borginni

Laust eftir klukkan níu í morgun fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um innbrot í nýbyggingu í Mosfellsbæ. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru þjófarnir á bak og burt en þeir höfðu á brott með sér nokkur verkfæri.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hverjir voru að verki en þeirra er nú leitað.

Skömmu fyrir klukkan ellefu var svo tilkynnt um innbrot í sendibifreið sem stóð í Breiðholti. Var nýlegu bifhjóli, svokölluðum krossara, stolið úr sendibifreiðinni en óljóst er hverjir voru að verki. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert