Vilja upplýsingar um innfluttar lopapeysur

Lopapeysur eru vinsæll klæðnaður
Lopapeysur eru vinsæll klæðnaður mbl.is/Ásdís

Verka­lýðsfé­lagið Fram­sýn íhug­ar að óska eft­ir upp­lýs­ing­um frá  þeim sem valið hafa að láta fram­leiða ís­lensk­ar lopa­peys­ur í Kína til sölu á Íslandi.

Óskað verður eft­ir upp­lýs­ing­um um kjör og aðbúnað fólks­ins í Kína sem fram­leiðir lopa­peys­urn­ar  fyr­ir markaðinn á Íslandi. Fram að þessu hafa Kín­verj­ar ekki verið þekkt­ir fyr­ir góð launa­kjör eða aðbúnað verka­fólks, sé tekið mið af því sem ger­ist á Íslandi og víðast hvar í Evr­ópu.

Fram­sýn tek­ur heils­hug­ar und­ir yf­ir­lýs­ingu frá Hand­verks­kon­um milli heiða sem er þing­eysk­ur fé­lags­skap­ur 100 kvenna sem síðustu 20 ár hafa selt heima­til­bún­ar afurðir á Foss­hóli við Goðafoss, sam­kvæmt frétt á vef Fram­sýn­ar.

„Á síðustu árum hef­ur færst í vöxt  að ís­lensk­ir  minja­grip­ir séu fram­leidd­ir er­lend­is. Ýmis­kon­ar dót skart­ar ís­lenska þjóðfán­an­um  eða  mynd­um af okk­ar helstu nátt­úruperl­um, vand­lega merkt  Kína eða Taív­an.

Við því er víst lítið að segja,  en leiðin­legt samt að þetta skuli vera það sem helsta sem  ís­lend­ing­um dett­ur í hug að bjóða er­lend­um gest­um okk­ar.  En nú tek­ur stein­inn úr þegar ís­lenska lopa­peys­an er dreg­in niður í gróðasvaðið og subbuð út með þess­um hætti .

Drottn­ing­in okk­ar lopa­peys­an er flutt inn til Íslands. Er ekki fokið í flest skjól þegar fjár­sterk­ir aðilar eru farn­ir að flytja út ís­lenska lop­ann alla leið til Kína þar sem að prjónaðar eru úr hon­um peys­ur, þær síðan send­ar aft­ur til Íslands og seld­ar er­lend­um ferðamönn­um sem  ís­lensk­ar lopa­peys­ur. Það skal tekið fram að við erum ekki að beina spjót­um okk­ar að kín­versk­um prjóna­kon­um, enda þær senni­lega ekki öf­undsverðar af laun­um sín­um. En hér á landi er fólk sem vildi gjarn­an  hafa at­vinnu af því að prjóna fyr­ir þessi fyr­ir­tæki en þá senni­lega á held­ur hærri töxt­um. Íslenska lopa­peys­an hef­ur lengi verið burðarás­inn í sölu okk­ar smærri aðil­anna, það hef­ur orðið vakn­ing í prjóna­skap og marg­ir haft tölu­verðar tekj­ur af því þjóðlega  hand­verki, að prjóna .

Ef við eig­um að standa í sam­keppni við kín­versk­ar prjóna­kon­ur er nokkuð ljóst hvernig rekst­ur okk­ar fyr­ir­tækja fer. Og hvað eig­um við að leggj­ast lágt? Erum við  Íslend­ing­ar stolt­ir að því að all­ar þær þúsund­ir ferðamanna sem sækja okk­ur heim yf­ir­gefi landið með ís­lenska minja­gripa í fartesk­inu  sem flest­ir eru  fram­leidd­ir er­lend­is.  Við spyrj­um: hvar varð um þjóðarstoltið?  Er okk­ur al­veg sama hvað bjóðum gest­um okk­ar, svo lengi sem að við fáum greitt fyr­ir? Við hjá Goðafoss­markaði  vit­um að við get­um ekk­ert við þessu gert, þetta er víst allt sam­an lög­legt,en að okk­ar mati siðlaust. Víða um land eru rek­in lít­il hand­verks­galle­rí , við telj­um að fólk sem rek­ur þau séu sama sinn­is og köll­um eft­ir viðbrögðum þeirra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert