Iceland opnar 28. júlí

Stefnt er að því að opna verslun 28. júlí nk. …
Stefnt er að því að opna verslun 28. júlí nk. Jóhannes Jónsson er framkvæmdastjóri Iceland á Íslandi. mbl.is/Skapti

Mat­vöru­versl­un Ice­land keðjunn­ar mun opna í Engi­hjalla í Kópa­vogi 28. júlí næst­kom­andi. Sama dag stend­ur til að opna net­versl­un und­ir sama merki sem mun senda vör­ur til viðskipta­vina um allt land. Búið er að ráða starfs­fólk í all­ar stöður sem þegar hef­ur hafið störf.

„Það er verið að vinna hér á fullu og við mun­um opna 28. júlí,“ seg­ir Jó­hann­es Jóns­son, áður kennd­ur við Bón­us en nú fram­kvæmda­stjóri Ice­land á Íslandi.

„Um svipað leyti mun­um við opna net­versl­un sem verður inni í Sunda­borg þannig að það opna þá tvær von­andi sama dag­inn.“

Ice­land mun opna sína fyrstu versl­un á Íslandi í Engi­hjalla í Kópa­vogi í hús­næði sem áður hýsti versl­un 10/​11. Þá mun versl­un­in senda vör­ur um allt land í gegn­um net­versl­un­ina. 

Starfs­menn­irn­ir hafa all­ir unnið hjá Bón­us

Jó­hann­es seg­ir að starfs­fólk sé þegar komið til starfa en um 9 manns munu vinna hjá versl­un­inni til að byrja með. „Þetta er allt þaul­vant fólk sem hef­ur unnið hjá mér áður í Bón­us.“

Jó­hann­es seg­ir að Ice­land verði hefðbund­in ís­lensk lág­vöru­versl­un en muni þó selja heil­mikið af vör­um sem fram­leidd­ar eru und­ir merkj­um Ice­land. „Um 70 pró­sent af vör­un­um í ís­lensk­um mat­vöru­versl­un­um eru inn­lend fram­leiðsla og þannig verður það hjá okk­ur enda það sem viðskipta­vin­ur­inn vill,“ seg­ir Jó­hann­es.

Aðspurður um eign­ar­haldið seg­ir Jó­hann­es aðeign­ar­hlut­ur Ice­land á Íslandi verði skipt til helm­inga milli hans sjálfs og Malcolm Wal­ker, stofn­anda og for­stjóra Ice­land keðjunn­ar. Eins og áður hef­ur komið fram í Morg­un­blaðinu stend­ur Jó­hann­es einn að baki sín­um eign­ar­hlut en Jón Ásgeir, son­ur hans, er ekki hlut­hafi en þeir feðgar stofnuðu Bón­us í sam­ein­ingu árið 1989.

Ice­land versl­un­ar­keðjan var stofnuð af Malcolm Wal­ker og fé­laga hans í Bretlandi árið 1970. Nafnið kom til vegna þess að í upp­hafi sér­hæfði versl­un­in sig í sölu á fros­inni mat­vöru. Ice­land versl­un­ar­keðjan rek­ur nú um 750 versl­an­ir í Bretlandi.

Iceland Food rekur um 750 verslanir í Bretlandi. Nú bætast …
Ice­land Food rek­ur um 750 versl­an­ir í Bretlandi. Nú bæt­ast við ein mat­vöru­versl­un og ein net­versl­un á Íslandi. Af vef Ice­land Food
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert