Samantekt sýnir að ört vaxandi hópur fólks glímir við langtímaatvinnuleysi

Morgunblaðið/Sigurgeir S.

Atvinnuleysi kemur verst niður á ungu fólki og einstaklingum með litla menntun. Stór hópur fólks hefur verið frá vinnumarkaði í meira en eitt ár og fjölgar ört í honum. Þetta kemur fram í samantekt um ástand í atvinnumálum sem unnin var á vettvangi Alþýðusambands Íslands.

Átak í þágu atvinnulausra hafi skilað ágætum árangri. Enn er þó þörf á því að ráða bót á ástandinu með frekari eftirfylgni.

40. þing ASÍ verður haldið í október og verður samantektin til umfjöllunar þegar unnið verður að tillögum á þinginu. Þá verða einungis 2-3 mánuðir til stefnu þar til forsendur kjarasamninga koma til endurskoðunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert