Fylgi stjórnarflokkanna eykst lítillega samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin mælist nú með 19% og bætir við sig einu prósentustigi frá fyrri mælingu en Vinstri græn bæta við sig tveimur og mælast með 12% fylgi.
Þetta kemur fram í frétt RÚV í kvöld. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins með 38% fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist með 13% fylgi. Samstaða mælist með tæplega 5%, Björt framtíð og Dögun með rúmlega 4% og Hægri grænir með tæplega 4%. 14% kjósenda hafa ekki gert upp hug sinn.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst og mælist 31%.