Þyrlur LHG kallaðar út 26 sinnum

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út 26 sinnum í júní vegna sjúkraflutnings, leitar, björgunar auk aðstoðar við lögreglu og slökkvilið. Samtals voru fluttir 22 sjúklingar. Flest útköllin voru vegna sjúkraflutnings eða samtals 17.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar.

Þar segir að til samanburðar megi nefna að á sama tímabili árið 2011 hafi þyrlurnar verið kallaðar út 17 sinnum þar sem 6 útköll hafi verið vegna sjúkraflutnings. Á tímabilinu voru 5 sjúklingar fluttir með þyrlum Gæslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert