14,2% reykja daglega

AFP

Vöktun á tíðni reykinga staðfestir lækkandi tíðni þeirra á Íslandi hjá báðum kynjum en 14,2% reykja daglega samkvæmt nýjustu könnun. Tíðnin er heldur lægri hjá konum nú en körlum en tilviljanasveiflur geta haft áhrif á tölur í stökum könnunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um tóbaksneyslu á Íslandi.

Þar segir að daglegar reykingar séu algengastar meðal ungs fólks, á aldrinum 18–34 ára eða á bilinu 19–22%. Í þeim aldurshópi séu reykingar meiri hjá körlum og nái 22% í aldurshópnum 25–34 ára.

Þá segir að hjá yngri karlmönnum sé tíðni munntóbaksnotkunar einnig há og noti 15% af 18–24 ára tóbak í vör daglega og 13% í aldurshópnum 25–34 ára.

„Í ljósi hærri tíðni reykinga hjá þessum aldurshópi er tíðni tóbaksnotkunar í vör áhyggjuefni enda verður heildarneysla ungra karlmanna á tóbaki mun hærri í samanburði við heildarneyslu meðal kvenna.

Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að töluvert er um að ungir karlmenn bæði reyki og taki tóbak í vör. Út frá niðurstöðum um magn tóbaksnotkunar og þróun á sölu neftóbaks má ætla að á bilinu 70–80% af framleiðslu ÁTVR á íslensku neftóbaki sé notaður í vör,“ segir í samantekt um niðurstöðurnar í Talnabrunni landlæknisembættisins.

Nánar á vef landlæknis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert