Ögurstundin er í haust

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég tel að við þurfum að ljúka samningaviðræðum þannig að samningar liggi fyrir áður en næsta fiskveiðitímabil hefst. Það er markmið okkar. Það þýðir að við þurfum að ná samkomulagi í haust,“ segir Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, um þau tímamörk sem sambandið gefur til að finna lausn á makríldeilunni.

Damanaki ítrekar í samtali við Morgunblaðið að hún vilji fara samningaleiðina en tekur jafnframt fram að fyrirhuguðum refsiákvæðum gegn ríkjum sem stunda ofveiði verði beitt sé talin ástæða til.

Hvað snertir það sjónarmið að ákvæðin brjóti í bága við EES-samninginn og ákvæði samninga á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar telur Damanaki lagarökin með ESB.

Úrvalshópur lögfræðinga

„Lögmenn okkar hafa séð um málið og þeir geta sagt þér að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur upp á að bjóða bestu lagalegu ráðgjöfina sem fyrirfinnst. Úrræðin verða í samræmi við alþjóðalög. Ég er ekki lögfræðingur en ég treysti lögmönnum okkar. Þeir eru afar færir,“ segir Damanaki sem telur að Ísland verði sem umsóknarríki að ESB að virða heildarlöggjöf sambandsins, líkt og aðrir nýliðar sem sækja um inngöngu. Á hún með því við að Ísland verði að fara samningaleiðina við ESB í deilunni, ella gangi landið gegn þessari hefð.

Damanaki segir ekki hægt að fullyrða að það takist að ljúka aðildarviðræðum fyrir kosningarnar 2013. Skiptar skoðanir séu innan ESB um hvenær eigi að opna sjávarútvegskaflann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert