Dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi

Banaslysið varð í Geirsgötu í ágúst í fyrra.
Banaslysið varð í Geirsgötu í ágúst í fyrra. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 18 ára pilt í sex mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann ók bíl sem endaði á húsvegg við Geirsgötu í ágúst 2011, með þeim afleiðingum að 17 ára gamall piltur lét lífið.

Fullnustu refsingar er frestað haldi hann skilorð í tvö ár. Pilturinn var einnig sviptur ökuréttindum í þrjú ár. Þá var hann dæmdur til að greiða foreldrum Eyþórs Darra Róbertssonar, sem lést í slysinu, sex milljónir í miskabætur.

Pilturinn játaði brot sitt fyrir dómnum, en ágreiningur var hins vegar um hraða bílsins. Sérfræðingar sem rannsökuðu bílinn og vettvang áætluðu að bílnum hefði verið ekið á 119 km hraða. Löglegur hámarkshraði þarna er 50 km. Pilturinn taldi hins vegar að hann hefði ekið á 70 km hraða.

Frétt mbl.is um réttarhöldin

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka