Bilun í afgreiðslubúnaði smásala

Eftir hádegi í dag kom upp bilun í afgreiðslubúnaði hjá smásölum sem hafði áhrif á samskipti nokkra bensínsjálfsala í færsluhirðingu hjá Borgun við debet-kortakerfi Reiknistofu bankanna (RB).

Fram kemur í tilkynningu frá Reiknistofu bankanna, að þótt að kerfi RB og Borgunar hafi starfað eðlilega hafi debet-kortakerfi RB borist rangar heimildarbeiðnir úr posum smásala sem nú sé unnið að því að leiðrétta. Leitast verði við að ljúka þeirri vinnu eins fljótt og auðið er.

Bilunin í hugbúnaði greiðsluposa olli einnig miklu álagi á heimildarkerfi útgefenda greiðslukorta sem kann að hafa valdið því að einhverjir viðskiptavinir upplifðu tímabundna þjónustuskerðingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert