Fjölmörg gistiheimili svíkja undan skatti

Mikið er um að gistiheimili séu rekin í leyfisleysi, það …
Mikið er um að gistiheimili séu rekin í leyfisleysi, það er öryggismál að þegar verið er að leigja ferðamönnum gistingu að öryggismál séu í lagi. Eggert Jóhannesson

Fjöldi fyr­ir­tækja í rekstri gisti­heim­ila og veit­ingastaða í svört­um rekstri er 15,4% sam­kvæmt skýrslu ASÍ, RSK og SA í mars 2012. Þá var tal­an enn hærri árið 2011 eða allt að 17,2%. Í Viðskipta­blaðinu í dag er greint frá neðanj­arðar­hag­kerf­inu inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar sem vind­ur upp á sig. Þar er sagt að um­fangið sé a.m.k. um 10-12 millj­arðar króna á árs­grund­velli hér á landi. 

Mörg gisti­heim­ili rek­in í leyf­is­leysi

„Við höf­um verið að leita uppi leyf­is­laus­ar gist­ing­ar og sent upp­lýs­ing­ar til stjórn­valda. Við fund­um gríðarleg­an fjölda gisti­heim­ila í fyrra og það virðist vera enda­laust fram­boð inn á markaðinn af ým­is­kon­ar íbúðum og heimag­ist­ing­um fyr­ir ferðamenn,“ seg­ir Erna Hauks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Í fe­brú­ar í fyrra fund­um við leyf­is­laus gist­i­rými á höfuðborg­ar­svæðinu sem voru rúm­lega það fram­boð sem tvö stærstu hót­el lands­ins bjóða upp á. Það þarf að hafa eitt­hvert eft­ir­lit með þessu, þetta er allt aga- og eft­ir­lits­laust.

Það get­ur ekki verið verk­efni okk­ar, vinnu­veit­enda­sam­taka, að hafa eft­ir­lit með at­vinnu­starf­sem­inni. Það þarf að hafa eft­ir­lit með þessu því núna er þetta allt bæði aga- og eft­ir­lits­laust,“ seg­ir Erna.

Óþolandi fyr­ir þá sem fara að lög­um

Erna lýs­ir yfir áhyggj­um af bæði sam­keppn­is­mál­um og ör­ygg­is­mál­um vegna fjölda gisti­heim­ila sem rek­in eru í leyf­is­leysi. „Þetta er óþolandi sam­keppn­is­staða fyr­ir þá sem fara að lög­um og regl­um að horfa upp á stöðugt aukið fram­boð af gist­ingu sem veður uppi án þess að sækja um leyfi eða skrá sig á nokk­urn hátt. Það þurfa all­ir að sitja við sama borð og það verður ekki fyrr en tekið verður á þessu.

Einnig höf­um við áhyggj­ur af ör­ygg­is­mál­um, sér­stak­lega þegar verið er að leigja ferðamönn­um gist­ingu sem ekki hef­ur verið tek­in út. Þetta er því orðið bæði sam­keppn­is­mál og ör­ygg­is­mál. Fólk verður að vera visst um að ör­ygg­is­mál séu í lagi þar sem það legg­ur sig til svefn,“ seg­ir Erna sem seg­ir þau verða fyrst og fremst vör við svarta at­vinnu­starf­semi í gist­i­rým­um þó það sé að ein­hverju leyti einnig í afþrey­ing­ar­ferðum.

„Eins og þegar eld­gos­in stóðu yfir þá urðum við vör við að það var verið að gera út marg­ar jeppa­bif­reiðar í leyf­is­leysi. Það er þó ekki jafn slæmt ástand í afþrey­ing­unni líkt og í rekstri gisti­heim­ila.“ Erna tel­ur mik­il­væg­ast, auk þess að auka eft­ir­lit, að höfða til fólks að sækja um leyfi og láti fara yfir rekst­ur­inn. Hún von­ar að innst inni vilji all­ir selja góða vöru sem fólk get­ur treyst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert