Leit hefst klukkan 10

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi við bæinn Geitafell á Vatnsnesi í …
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi við bæinn Geitafell á Vatnsnesi í gær. mynd/Róbert Jack

Skömmu fyrir miðnætti í gær var gert hlé á leitinni að ísbirninum sem talinn er vera einhvers staðar á svæðinu við Húnaflóa. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, lenti á Sauðárkróki og gisti áhöfn hennar þar í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er reiknað með því að þyrla Gæslunnar fari í loftið um klukkan tíu og haldi þá áfram leit sinni að hvítabirninum sem erlendir ferðamenn töldu sig hafa séð í gær.

Ferðamennirnir, sem eru hjón á miðjum aldri með tvö börn, tóku myndir af dýri sem þeir töldu að væri ísbjörn á sundi stutt frá bænum Geitafelli á Vatnsnesi.

Spor fundust í sandfjöru fyrir neðan Geitafell, en sporin eru um það bil 300 metra frá þeim stað sem ferðamennirnir sögðust hafa séð dýrið.

Vilja ná tali af ferðamönnunum

Lögreglan á Blönduósi biður þá sem vita hvar ferðamennina er að finna að hafa samband í síma 455-2666, en lögreglan hefur enn ekki rætt við ferðamennina. Þeir aki um á silfurlituðum jepplingi og talið sé að þeir hafi ætlað að gista einhvers staðar í Húnavatnssýslunum í nótt.

Þá er fólk jafnframt hvatt til að hafa samband ef það hefur einhverjar upplýsingar varðandi ferðir ísbjarnarins.

þyrla landhelgisgæslunnar
þyrla landhelgisgæslunnar mynd/Róbert Jack
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert