Innanríkisráðuneytið hefur auglýst tvö embætti dómara við Hæstarétt Íslands laus til umsóknar en eins og fram hefur komið láta þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Garðar Gíslason af störfum í haust.
Skipað verður í embættin frá og með 1. október 2012, eða eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við lög um dómstóla og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.
Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi, segir í auglýsingunni sem hægt er að lesa hér.