Flugfélagið rukkar fyrir bílastæðin

Reykjavíkurflugvöllur og Vesturbær
Reykjavíkurflugvöllur og Vesturbær mbl.is/Golli

Byrjað verður að innheimta gjöld fyrir bílastæði við afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli í haust. Þessa dagana er unnið að endurbótum á malarstæðum sem verða malbikuð og gerð fyrsta flokks.

Stæðisgjöldin verða á bilinu 50 til 100 kr. en nokkru hærri á stæðum næst flugstöðinni. Hjá Flugfélaginu stendur vilji til þess að reisa nýja flugstöð og í bílastæðamálinu hangir á spýtunni að fara í frekari uppbyggingu á vallarsvæðinu. Málið er hins vegar í pattstöðu vegna margra óvissuþátta og afstöðu stjórnvalda í flugvallarmálinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert