Hvítabjörn á sundi?

Ljós­mynd­ir sem ít­alsk­ir ferðamenn tóku á miðviku­dag af dýri sem þeir telja að hafi verið hvíta­björn hafa verið birt­ar. Lög­regl­an hef­ur náð tali af ferðamönn­un­um, en líkt og fram hef­ur komið komu þeir auga á björn­inn við Vatns­nes í gær. Ekk­ert hef­ur hins veg­ar sést af birn­in­um í dag þrátt fyr­ir mikla leit.

TF-LIF, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, tók þátt í leit­inni, bæði í gær og í fyrra­dag. Hún sneri aft­ur til Reykja­vík­ur síðdeg­is í gær, fimmtu­dag.

Land­helg­is­gæsl­unni barst á miðviku­dag kl. 16:55 beiðni frá fjar­skiptamiðstöð lög­regl­unn­ar um aðstoð þyrlu eft­ir að óstaðfest­ar fregn­ir bár­ust af hvíta­birni á sundi við Vatns­nes. 

Þegar þyrl­an kom á svæðið var fljót­lega lent við Geita­fell þar sem för sáust í sand­in­um sem tal­in voru vera eft­ir bjarn­dýrið. Var í fram­hald­inu leitað ít­ar­lega um Vatns­nes án ár­ang­urs. 

Í gær­morg­un var farið að nýju í loftið og leitað með strand­lengj­unni frá Skaga inn Húna­fjörð, yfir Þing­eyrasand og fyr­ir Vatns­nes. Var síðan haldið áfram al­veg vest­ur um og norður í Bjarna­fjörð á Horn­strönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert