Líklega kosið 20. okt.

Undirbúningur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni er að hefjast. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi í innanríkisráðuneytinu, segir gengið út frá því að atkvæðagreiðslan fari fram 20. október.

Í þingsályktunartillögu Alþingis segir að atkvæðagreiðslan skuli fara fram eigi síðar en 20. október.

Ákveðið hefur verið að atkvæðagreiðsla um sameiningu Garðabæjar og Álftaness verði samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert