Ráðuneytum fækkar í september

Ákveðið hef­ur verið að áður boðaðar breyt­ing­ar á skip­an ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands taki gildi frá og með 4. sept­em­ber nk. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Breyt­ing­arn­ar þýða að ráðuneyt­um fækk­ar úr 10 í 8.

Í sept­em­ber taka til starfa at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti og um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti og koma þau í stað iðnaðarráðuneyt­is, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is, um­hverf­is­ráðuneyt­is, efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­is og fjár­málaráðuneyt­is.

Jafn­framt hef­ur Stein­grími J. Sig­fús­syni sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og efna­hags- og viðskiptaráðherra, verið falið að und­ir­búa stofn­un at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is, Odd­nýju G. Harðardótt­ur fjár­málaráðherra hef­ur verið falið að und­ir­búa stofn­un fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is og Svandísi Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra hef­ur verið falið að und­ir­búa stofn­un um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is. Með breyt­ing­un­um hef­ur ráðuneyt­um Stjórn­ar­ráðsins fækkað úr 12 í 8 á kjör­tíma­bil­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert